Brain and Memory frá NORDBO

Brain and Memory frá NORDBO

Brain and Memory er eins og nafnið gefur til kynna fæðubótarefni sem er þróað til þess að styrkja einbeitingu, minni og heilastarfsemi. Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Um er að ræða gríðarlega metnaðarfulla vöru, sem hefur verið ótrúlega vel tekið í Svíþjóð og hefur ekkert annað fæðubótarefni frá Nordbo selst eins vel fyrstu vikurnar sem það hefur verið í sölu.

Í Brain and Memory eru m.a. Magtein, Ebel.one og Magnesíum bisglýsinat. 

Magnesium L-threonate (Magtein)

Magtein® er einkaleyfisvarin blanda af magnesíum og L-threonate. Klínískar rannsóknir  benda til þess að Magtein® styðji við heilastarfsemi eða "brainhealth" og geti aukið námsgetu, minni og stuðlað að andlegu jafnvægi.

Magtein® (Magnesium L-threonate) er talið auka þéttleika taugamóta, sérstaklega í þeim heilastöðvum sem tengjast minni, ótta og streitu. 

Magtein® byggir á vísindalegum grunni og sker sig úr sem sérstök tegund magnesíums með einstaka eiginleika. Sífellt fleiri birtar rannsóknir sýna fram á áhrif þess, og Magtein® er orðið eitt af lykilefnum í næringarfræðilegri taugalíffræði. Áhrif þess styðjast við vísindarannsóknir virtra taugalíffræðinga.

Klínískar rannsóknir gefa til kynna að magnesíum L-threonate geti bætt skammtíma- og langtímaminni ásamt því að styðja við athygli og framtakssemi og dregið úr aldurstengdri hnignun.

Ebel.One

Ebel.One™ er einkaleyfisverndað þykkni  sem er unnið úr Bacopa monnieri, sem er vel þekkt jurt í indverskum Ayurvedafræðum.

Ebel.One™ er frábrugðið staðalþykkni úr Bacopa monnieri sem finna má víða. Hefðbundin Bacopa monnieri þykkni vinna með efnasambönd sem kallast bacósíðar.

Þegar hefðbundið Bacopa þykkni er tekið inn þarf líkaminn að umbreyta bacósíðum í meltingarkerfinu í mörgum skrefum þar til þau umbreytast að lokum í efnasamband sem kallast Ebelin laktón. Þar sem meltingargeta einstaklinga er misjöfn er árangurinn eftir því.

Í framleiðslu Ebel.One™ má segja að eigi sér stað "formelting" á bacósíðunum í Bacopa, sem tryggir að neytandinn fær stöðugan skammt af Ebelin laktóni í hvert skipti. En það er einmitt Ebelin laktón sem gerir Bacopa eins áhrifaríkt og raun ber vitni. Því hefur Ebel.One™ margvísleg áhrif og er m.a. talið geta:

  • Stuðlað að vitrænni getu

  • Bætt skap

  • Aukið einbeitingu

Ebel.One™ er einnig mildur fyrir maga og virkar hratt – rannsóknir sýna að áhrifin koma fram innan 45–60 mínútna.

Magnesíum bisglýsínat

Glycinate gerir þessa mynd magnesíums mjög aðgengilega fyrir líkamann. Magnesíum bisglýsínat frásogast vel og er um leið milt fyrir magann og veldur ekki meltingartruflunum eða niðurgangi eins og sumar aðrar tegundir magnesíums.

Brain and Memory er áhugaverð vara fyrir aldraða en einnig fyrir námsmenn, þá sem vinna undir miklu álagi og jafnframt þá sem þurfa að auka við andlegan styrk.

Skoða vöru hér