Hvað er NAD+

Hvað er NAD+

Í heilsu- og fæðubótarefnageiranum hefur mikið verið rætt og ritað um NAD+ og hversu mikilvægt er að reyna að efla NAD+ gildi líkamans með hækkandi aldri. En hvert er málið? Hvað er NAD+?

Einfalda útgáfan er þessi:

Nad+ er nauðsynlegt fyrir líkamann til þess að framleiða orku og án þess gætu frumur líkamans ekki starfað eðlilega. 

  • NAD+ er sameind og er að finna í hverri einustu frumu. NAD+ er svokallað coensím eða stoðensím sem getur bundist öðrum ensímum líkamans og  hjálpað þeim að vinna vinnuna sína. NAD+ er nauðsynlegt til þess að frumurnar geti framleitt orku og viðhaldið heilbrigði. Þannig vinnur NAD+ gegn oxunarskemmdum. Jafnframt tengist NAD+ gildi líkamans öldrun og öldrunarsjúkdómum.
  • NAD+ gildi líkamans lækkar með aldrinum. Þrátt fyrir mikilvægi þess þá hefur líkaminn ekki endalaust framboð af því og þess vegna lækkar gildið með hækkandi aldri.

Hægt er að nota NAD+ forefni (precursors) eða undanfara til þess að auka NAD+ gildi líkamans. Klínískar rannsóknir á mönnum hafa sýnt fram á að undanfarar NAD+, þar á meðal nikótínamíde riboside (NR) og nicotinamide mononucleotide(NMN), geta á öruggan og áhrifaríkan hátt aukið styrk NAD+ í líkamanum.

NAD+  tekur þátt í ýmsum efnaskiptahvörfum sem framleiða orku frumna. Ef magn NAD+ er ekki nægilegt framleiða frumurnar okkar ekki neina orku né heldur geta þær klárað ýmsa aðra mikilvæga ferla. NAD+ tekur þátt í efnaskiptahvörfum með rafeindaskiptum sem aftur framleiða adenósín þrífosfat (ATP), sem er "orku" sameind líkamans. Einnig má nefna að NAD+ stjórnar sólarhringstaktinum okkar eða svefn/vöku hringrás líkamans. 

Hreyfing getur hjálpað til við að viðhalda styrk NAD+. Rannsókn sem birt var í Nature Aging skoðaði umbrotsefni í vöðvavef yngri og eldri einstaklinga. Niðurstaðan var m.a. sú, að eldri einstaklingar, sem æfðu stíft, höfðu svipað NAD+ gildi og þeir sem yngri eru. Þessar niðurstöður sýna enn og aftur hvað hreyfing er nauðsynleg til þess að viðhalda góðri heilsu.

Flestir eru sammála því að rannsaka þurfi NAD+ frekar til þess að hægt sé að skilja mikilvægi þess til fulls.

NAD+ Synergi frá NORDBO er hágæða vara sem hefur fengið frábærar viðtökur. NAD+ Synergi er sérhönnuð til að efla styrk NAD+ og hentar öllum sem eru eldri en 35 ára. Hægt er að lesa allt um þá vöru hér á blogginu.