NORDBO Daily Liver Cleanse inniheldur alls 9 virk efni sem talin eru stuðla að bættri lifrarstarfsemi og detox. Með einu hylki fyrir daginn og einu fyrir nóttina er lifrin studd allan sólarhringinn.
Lifrin hefur mikilvægt hlutverk. Hún framleiðir efni sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar ásamt því geyma vítamín og sjá um að hreinsa út eiturefni ,sem hafa borist inn í líkamann. Lifrin er stærsta innra líffæri okkar og það er mikilvægt að við hlúum vel að henni.
Daily Liver Cleanse inniheldur Altilix™ - jurtaþykkni úr ætiþistlablöðum, sem inniheldur mikið af andoxunarefnum og þá aðallega líffenóla og flavonóíða. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að Altilix™ minnkar fitumagnið í lifur. Sömu rannsóknir sýndu að Altilix™ var áhrifaríkara en mjólkurþistill, sem er algengt innihaldsefni í lifrarfæðubótarefnum.
Daily Liver Cleanse inniheldur einnig kólín , sem er líkt B -vítamíni og er talið stuðla að heilbrigðri lifrarstarfsemi og eðlilegu fituniðurbroti í lifur. Fituefnaskipti fela í sér að frjálsar fitusýrur eru teknar upp úr blóði til lifrar þar sem þær umbreytast eða flytjast áfram. Kólínríkar fæðutegundir eru egg, lifur og hveitispírur svo dæmi sé tekið.
Auk Altilix™ og kólíns innihalda hylkin túnfífill, fenugreek (algeng jurt í kínverskum lækningafræðum), spergilkál, triphala (Ayurvedic blanda unnið úr indverskum stikilsberjum, bahera ávöxtum og suðrænum möndlum), curcumin-ríkt túrmerik, resveratrol og selen. Selen er talið gott fyrir starfsemi skjaldkirtils .
Daily Liver Cleanse er vegan vottað. Varan er laus við dýraafurðir auk glúten, sykurs, soja og laktósa.
Ytri umbúðir eru úr FSC-vottaðum pappír, krukkur úr gleri og lok úr málmi. Gler og málm er hægt að endurvinna endalaust og veita fulla vörn gegn raka og lofti.