Þróað af konum fyrir konur

Þróað af konum fyrir konur

DR.VEGAN er ótrúlegt fyrirtæki sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Þar hafa konur haslað sér völl við framleiðslu á hágæðafæðubótarefnum. Áhersla hefur verið lögð á að framleiða fæðubótarefni fyrir konur. Öll framleiðslan byggir á rannsóknum þar sem kvensjúkadómalæknar, næringarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar koma saman til þess að tryggja að DR.VEGAN vörurnar virki eins og best verður á kosið. Hvort sem um er að ræða vörur fyrir breytingaskeiðið, tiðahvörf, meðgöngu eða eitthvað annað. DR.VEGAN vörurnar hafa fengið góðar viðtökur hér á landi og frábærar umsagnir. Eftirtaldar vörur eru í þeim flokki:

MenoFriend® Breytingaskeiðið og tíðahvörf

MenoFriend® er margverðlaunað fæðubótarefni sem hefur rannsóknastaðfesta virkni.

Í rannsóknum sem Dr Vegan hefur staðið fyrir hafa 89% kvenna upplifað mjög jákvæða breytingu við að taka MenoFriend® í 60 daga eða lengur.

Með plöntuestrógenum, jurtum, vítamínum og steinefnum hefur MenoFriend® áhrif með náttúrulegum hætti á hormónaójafnvægi, sem einkennir breytingaskeiðið og tíðahvörf.

PMS Hero® - fyrirtíðaspenna og túrverkir

Flestar konur eða um 75% kvenna finna einhverntíman fyrir PMS (premenstrual syndrome) eða fyrirtíðaspennu. PMS getur haft í för með sér fjöldann allan af líkamlegum og tilfinningalegum einkennum. Líkamleg einkenni eru m.a. uppþemba, sárir kviðverkir og jafnvel ógleði. Tilfinningalegu einkennin geta verið kvíði og skapsveiflur.

PMS Hero® er náttúrulegt fæðubótarefni með rannsóknarstaðfesta virkni - en það var einmitt þróað til fless að draga úr ofangreindum einkennum og hefur verið vel tekið af þúsundum kvenna.

pH Hero® - gegn sýkingum í leggöngum og þvagfærasýkingum

pH Hero® er þróað til þess að styrkja eða jafna sýrustig í leggöngum. pH Hero® vinnur gegn sýkingum, kláða, þurrki, þvagfærasjúkdómum, þrusku og tíðum þvaglátum.

Pregnancy Multinutrient® - Meðganga og brjóstagjöf

Pregnancy Multinutrient® er frábær valkostur fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Það hentar konum sem vilja gott og vandað fæðubótaefni fyrir og eftir barnsburð.Í Pregnancy Multinutrient® er m.a. fólín sem er gott fyrir fósturþroska en einnig margvísleg önnur  vítamín og steinefni sem eru nauðsynleg á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf.

DR.VEGAN fæðubótarefnin eru án allra óæskilegra aukaefna og þá einnig án óhollra fyllingarefna sem allir ættu að forðast. Ekkert soya, enginn sykur, engin erfðabreytt efni, ekkert gelatín, talkúm, magnesíumsterat eða títantvíoxíð.