Þessi morgunverðarbúðingur er stútfullur af próteini og í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Auðveldur og hollur morgunverður og hentar öllum - jafnt þeim sem eru í ströngum æfingum og þeim sem eru að taka sig í gegn.
Innihald:
- 1 skeið of Kinetica undanrennupróteini (whey protein)
- 10g mulin chiafræ
- sletta af mjólk að eigin vali (möndlu, kókos eða kúamjólk)
- 225g grískt jógurt
- 5g kókosmjöl
- 1 teskeið af hunangi
Öllu skellt í blandarann og þeytt saman. Gott að toppa með möndlusjöri, berjum og jafnvel dökku súkkulaði.
Næringarinnihald:
401 kcal
35g prótein (prótín)
44g kolvetni
10g fita