Biotic Energy - Lífræn Orka

Biotic Energy - Lífræn Orka

Louise Macnab er konan á bak við Jerms. Saga hennar er áhugaverð. Hún er fyrirtækjalögfræðingur og starfaði sem slíkur í mörg ár í London. Henni fannst vinnan og stressið sem henni fylgdi hægt og örugglega draga úr henni alla orku og að því kom að henni fannst hún vera útbrunnin.

Alla daga glímdi hún við streitu af völdum meltingarvandamála, sem mátti rekja til SIBO (smáþarmabakteríur) og stanslausrar þreytu og kvíða. Þetta varð til þess að hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og finna leiðina að bættri líðan. Hún uppgötvaði fljótlega að þarmabakteríurnar okkar geta verið okkar bestu bandamenn. Þær styðja ekki aðeins við heilbrigða meltingu heldur einnig efnaskipti, hormónajafnvægi og skaplyndi. (Í þessu sambandi hefur verið talað um heila-þarmaásinn).

Louise var hins vegar ekki ánægð með vöruúrvalið þegar kom að því að finna vörur sem gera gagn og vinna að því að efla þarmaflóruna okkar. Einnig fannst henni oft erfitt að átta sig nákvæmlega á virkni mismunandi vörutegunda. Þetta varð til þess að hún ákvað að stofna Jerms og hefja eigin framleiðslu undir því merki. 

Við hjá Fors hófum sölu á Jerms Daily Gut fyrir nokkrum mánuðum og viðskiptavinir okkar hafa bæði tekið vörunni vel og gefið henni góðar umsagnir. Nú er komin ný vara frá Jerms sem ber nafnið Biotic Energy eða á okkar ylhýra: Lífræn orka.

Biotic Energy er spennandi vara og lofar góðu. Biotic Energy samanstendur af nýstárlegum hitaþolnum probiotics (góðgerlum) sem munu koma til með að hlúa að þarmaflórunni okkar, bæta meltingu, styðja við bætta upptöku næringarefna og síðast en ekki síst auka orku sem endist lengur.

Í hverjum skammti eru 10 milljarðar CFU af hitaþolnum probiotics (góðgerlar) ásamt prebiotics (fæðubótarefni sem örvar virkni og vöxt probiotics) en auk þess síberískt ginseng og 100% af ráðlögðum dagskammti af B- og D-vítamínum sem  vinna saman að því að auka orkumagn og halda því stöðugu. Lífræn orka en engin koffeinskot og koffein hrun sem því fylgir - heldur seigla gegn streitu. 

Adaptogens eins og Lion's Mane, Siberian Ginseng og Cordyceps koma jafnvægi á kortisól og stuðla að því að styrkja taugakerfið og bæta skaplyndi. Biotic Energy er sérhönnuð bætiefnaformúla með 100% náttúrulegum hráefnum. Engin óæskileg aukaefni eins og erfðabreyttar jurtir, engin fylliefni, gúmmí eða gervisætuefni. Jerms vill veita þér og þarmaflórunni þinni þann stuðning sem þú átt skilið.

Biotic Energy er koffínlaust. Má engu að síður setja útí kaffi en einnig gott í  smoothies, uppáhalds mjólkina eða hvaða morgunmat sem er. Biotic Energy er hitaþolin blanda og því má nota hana í heita drykki jafnt sem kalda. Taktu eina skeið (2 tsk) daglega, helst á morgnana. Bestur árangur næst með 3 mánaða samfelldri notkun.