Tíðahvörf - Menopause og breytingaskeiðið

Tíðahvörf - Menopause og breytingaskeiðið

Umræða um Menopause eða tíðahvörf hefur aukist á undanförnum árum og sömuleiðis hefur skilningur á helstu einkennum breytingarskeiðsins aukist.

Nýleg rannsókn á vegum DR.VEGAN®, sem 1.526 konur tóku þátt í, sýna að konur upplifa markskonar breytingar eða einkenni við tíðahvörf. Menopause er samheiti yfir þessi einkenni. Um helmingur þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni upplifðu með einum eða öðrum hætti eftirfarandi breytingar sem DR.VEGAN kallar 10 algengustu einkenni menopause. Hlutfallstalan sýnir hlutfall þátttakenda sem fundu fyrir neðangreindum einkennum.

Algengustu einkenni:

  1. Heilaþoka, hlutfall 82%
  2. Kvíði eða skapsveiflur, hlutfall 80%
  3. Þreyta, hlutfall 79%
  4. Hitakóf eða nætursviti, hlutfall 75%
  5. Slæmur svefn eða svefnleysi, hlutfall 74%
  6. Liðverkir eða taugaverkir, 70%
  7. Þyngdaraukning, hlutfall 69%
  8. Uppþemba, hlutfall 66%
  9. Lítil kynhvöt, hlutfall 63%
  10. Lítið sjálfsálit, hlutfall 57%

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að verðlaunafæðubótarefnið MenoFriend® hafði jákvæð áhrif fyrir 89% kvenna, sem tóku það í 60 daga eða lengur til að létta á einkennum MenoPause. Meira en helmingur þeirra kvenna sagði það „mjög áhrifaríkt“. MenoFriend® stjórnar hormónum á náttúrulegan hátt með einstakri jurtaformúlu sem m.a. byggir á jurtaestrógenum, plöntum, vítamínum og steinefnum.

Verstu einkenni menopause:

Rannsóknin sýndi einnig fram á að þótt einstök einkenni breytingaskeiðsins og tíðahvarfa geta verið hamlandi getur sambland af einkennum haft alvarleg áhrif. Verstu einkenni Menopause sem konur segjast upplifa eru:

  1. Þreyta.
  2. Félagsfælni.
  3. Þunglyndi.
  4. Lágt sjálfsmat.
  5. Viðvarandi kvíði.
  6. Áhugaleysi gagnvart vinnu.
  7. Kyndeyfð og ófullnægja í kynlífi.
  8. Einmanaleiki.

Margar konur eða 14% nefndu að þær hefðu óskað sér að skilja eða hefðu þráð aðskilnað við maka. Jafnframt nefndu nokkrar að þær hefðu verið með sjálfsvígshugleiðingar á lægstu augnablikunum. 

Stór hluti kvenna eða um 70% munu finna fyrir liðverkjum. Liðverkir geta verið af völdum lækkunar á estrógeni, prógesteróni og breyttu jafnvægi eða lækkun testósteróns. En testósterón er sérstaklega mikilvægt hormón fyrir konur á breytingaskeiðinu. Estrógen verndar liði á náttúrulegan hátt og dregur úr bólgu, þannig að þegar estrógenmagn lækkar eykst hættan á bólgu, sem og hættan á sjúkdómum þar á meðal beinþynningu og slitgigt. Hreyfing og gott mataræði getur skipt sköpum til þess að draga úr einkennum. 

MenoFriend®  fæðubótarefninu hefur verið mjög vel tekið á Íslandi og umsagnir viðskiptavina okkar segja meira en margt annað. Þannig skrifaði Hulda eftirfarandi ummæli við auglýsingu sem birtist á Facebook: Takk fyrir mig. Nú sef ég alla nóttina og er ekki að vakna t.d. til að fara að pissa. Svitaköstin farin og borða minna og líður mjög vel.

MenoFriend® er hannað af konum fyrir konur og miðað við hversu hamlandi einkenni breytingaskeiðsins og tíðahvarfa geta verið þá er þetta verðlaunaða fæðubótarefni góður kostur og hjálpar vonandi fleirum og fleirum.

Veljum vítamín sem virka.

( Heimildir: DR.VEGAN®)