Kinetica vörurnar eru hágæðavörur sem hafa slegið í gegn og þá ekki aðeins hjá viðskiptavinum okkar. Hreint prótein, kollagen, kreatín, electorlytes – án allra aukaefna. Kinetica hlaut núverið verðlaun fyrir besta próteinið hjá ESSNA.
ESSNA eða European Specialist Sport Nutrition Alliance eru samtök þar sem saman koma fulltrúar íþrótta- og næringargeirans innan ESB og Bretlands sem og fulltrúar framleiðenda og fjölmiðla. Meðlimir ESSNA eru m.a. stór og smá vörumerki, sérhæfðir framleiðendur, birgjar og dreifingaraðilar. ESSNA var stofnað árið 2003 til að stuðla að jákvæðri og ábyrgri framleiðslu á íþróttanæringarvörum, standa vörð um orðspor greinarinnar og stuðla að heilbrigðu lífi. Í dag er ESSNA viðurkennt sem rödd ábyrgra íþróttaiðkenda- og næringarefnaframleiðenda í Evrópu og víðar.