Næg inntaka af magnesíum - lykillinn að heilsu.
Magnesíum gegnir mikilvægu hlutverki í næstum öllum efnaskiptum líkamans, en magnesíum hefur áhrif í meira en 300 efnahvörfum sem eru okkur mikilvæg.
Það er algjörlega nauðsynlegt til að stjórna bólguferlum, viðhalda eðlilegum hjartslætti og blóðþrýstingi og fyrir heilsu vöðva, beina og taugakerfis.
Nægilegt magn magnesíums í líkamanum er einnig lykillinn að því að draga úr þreytu og og að til þess virkja eða efla upptöku D-vítamíns.
Samkvæmt rannsóknum fá flestir ekki ráðlagðan dagskammt af magnesíum með mataræði eingöngu. Fyrst og fremst er ástæðan að mataræðið okkar er hjá flestum of einhæft og þá ekki magnesíumríkt. Magnesíum má finna í grænu laufgrænmeti, heilkornum, belgjurtum, möndlum, graskers- og chiafræjum og kakói svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er ástæðan sú að nú á tímum er notað mikið af tilbúnum áburði í allri ræktun og þannig er stærri og stærri hluti matvæla ræktuð í jarðvegi sem er snauður af náttúrulegum og nauðsynlegum næringarefnum eins og magnesíum.
Vegna þessa er erfitt að treysta á mataræðið eitt og sér tryggi okkur gegn magnesíumskorti. Lífstíll getur einnig haft áhrif á magnesíummagn í líkamanum. T.d. neysla koffíns og áfengis. Einnig getur notkun ákveðinna lyfja (þvagræsilyfja, prótónpumpuhemla, sýklalyfja) haft neikvæð áhrif á magnesíumgildi líkamans.
Eftirfarandi hópar eru í mestri hættu að þjást af magnesíumskorti: Eldri barnshafandi konur og mæður með barn á brjósti, konur sem taka getnaðarvarnarlyf, íþróttamenn (þar á meðal börn sem eru virk í íþróttum), þeir sem þjást af sykursýki og einstaklingar sem taka ákveðin lyf eins og bakflæðis- eða magabólgulyf.
Afleiðingar magnesíumskorts
Afleiðingar magnesíumskorts geta komið fram með ýmsum hætti.
Magnesíumskortur eykur líkurnar á:
Vöðvakrömpum og vöðvaverkjum.
Kippum í vöðvum og augnlokum.
Truflunum á hjartslætti.
Háum blóðþrýstingi.
Háum blóðsykursgildum.
Túrverkjum eða fyrirtíðarspennu.
Þreytu og orkuleysi.
Kvíða og þunglyndi.
Tíðum höfuðverk eða mígreni.
Svefnvandamálum.
Magnesíum er ekki sama og magnesíum
Magnesíum eða fæðubótarefni með magnesíum eru fáanleg í mörgum myndum sem eru frábrugðin hvert öðru hvað varðar frásog í líkamanum, tilgangi, aukaverkunum og síðast en ekki síst verði.
Versta og algengasta efnaformið af magnesíum á fæðubótarefnamarkaði er magnesíum oxíð, sem hefur aðeins um 10% frásog í þörmum, sem gerir það áhrifaríkt aðallega til að flýta fyrir hægðum. Aukaverkun hjá heilbrigðum einstaklingum er vindgangur og niðurgangur. Einnig eru vinsæl form sítrat og klóríð, sem eru tiltölulega ódýr og hafa betri frásogshraða en magnesíum oxíð. Magnesíum sítrat getur verið góður kostur fyrir fólk með hægðatregðu þar sem það getur haft mild hægðalosandi áhrif. Hins vegar eru magnesíum malat, laktat og bisglýsínat betri og virka fyrir alla. Magnesíum bisglýsínat er eitt af þeim afbrigðum sem frásogast best í líkamanum, veldur ekki meltingarvandamálum og hefur engar aukaverkanir eins og aðrar ódýrari gerðir. Að auki getur það dregið úr stressi og aukið svefngæði.
Nordbo eru sérfræðingar í magnesíum. Nordbo notar einungis vandaðar og virkar magnesíumblöndur sem henta flestum.
Samanburður á Nordbo og ýmsum öðrum magnesíum blöndum
Þegar þú velur magnesíum fyrir þig skaltu ekki aðeins gæta að efnafræðilegu formi magnesíums, heldur einnig ýmsum öðrum aukaefnum í vörunni. Mörg fæðubótarefni með magnesíum innihalda óþarfa aukaefni eins og gervi litarefni, kekkjavarnarefni, rotvarnarefni, þykkingarefni, sveiflujöfnunarefni, fylliefni og viðbættan sykur. Til þess að bæta eigin heilsu með magnesíum þarftu ekki önnur efni sem gera ekkert gagn fyrir líkama þinn eða heilsu. Veldu vítamín sem virka. Vítamín án allra óæskilegra aukaefna.