Multi Hydration er hin fullkomna blanda þegar bæta þarf upp vökvatap eða þegar endurstilla þarf vökvajafnvægi líkamans. Nú er mikið talað um electrolytes og electrolyte balance. Electrolytes eru steinefni (sölt) og þau geta tapast þegar við svitnum við æfingar eða þegar líkaminn verður fyrir vökvatapi.
Ef þú hreyfir þig mikið og svitnar, stundar íþróttir af kappi, ert komin á miðjan aldur, upplifir einkenni breytingaskeiðs – Menopause -, ert með flensu eða ef þú einfaldlega drekkur ekki nógu mikið vatn þá er Multi Hydration fyrir þig.
Multi Hydration inniheldur náttúruleg steinefni sem stuðla að vökvajafnvægi í líkamanum eða því sem kallað er á góðri íslensku: "Electrolyte balance".
Multi Hydration inniheldur kókosvatnsduft, Himalaya salt, vatnsmelónuduft, magnesíumbisglýsínat og Aquamin en það er blanda sem unnin er úr steinefnaríkum rauðþörungum og hefur rannsóknastaðfesta virkni.
Multi Hydration er fullkomið eftir æfingar, á sumrin í hita og sól, á ferðalögum eða á öðrum tímum þegar þörf er bæta upp vökvatap. Multi Hydration hefur frískandi bragð af bláberjum og vatnsmelónu, er auðleyst í vatni og hefur þannig hraðari upptöku en hylki.
Multi Hydration er eins og aðrar vörur Nordbo án viðbætts sykurs eða sætuefna og án allra óæskilegra aukaefna. Multi Hydration er Vegan vottað af Djurens Rätt.
Með hverjum poka af dufti fylgir skeið. Mælt er með því að taka inn eina til tvær skeiðar af dufti á dag og þá blanda því út í vatn eða t.d. setja það út í boostið á morgnana. Það eru 4g í skeiðinni og því um 25 skammtar í pokanum.