Góð augnheilsa og betri sjón

Góð augnheilsa og betri sjón

Augun okkar eru lítil en mjög flókin skynfæri sem gera okkur kleift að sjá og veita heilanum upplýsingar um liti, form, dýpt og hreyfingu. Við vitum öll hversu mikilvæg sjónin er, en samt veltum við því ekki fyrir okkur hvaða fæða og næringarefnin eru best fyrir sjónina okkar og til þess að koma í veg fyrir aldurstengda augnsjúkdóma eins og macular degeneration (AMD).

Áreynsla og þreyta í augum

Augun eru sérstaklega viðkvæm fyrir oxunarálagi, frá daglegu sólarljósi og súrefni í andrúmsloftinu, ásamt of miklum skjátíma (tölvuvinnu) og skjáglampa sem getur aukið álag og þreytu.

Augun þurfa andoxunarefni til að vernda þau gegn oxunarálagi. Næring, sem er rík af andoxunarefnum, getur því hjálpað til við að vernda augað gegn skemmdum.    

A-vítamín

A-vítamín er mikilvægt til að viðhalda góðri sjón og til þess að skerpa sjón í lélegri birtu.   A-vítamín er aðallega að finna í dýraafurðum eins og mjólkurvörum og eggjum. Líkaminn getur hins vegar breytt sumum jurtasamböndum, sem kallast karótenóíð, í A-vítamín. Beta-karótín er ein tegund karótenóíðs sem líkaminn getur breytt í A-vítamín. Beta-karótín er t.d. að finna í gulu, rauðu og grænu laufgrænmeti og gulum ávöxtum.

Karetóníð

Sjónhimnan er lag af ljósnæmum frumum á bakvegg augnkúlunnar. Sjónhimnan er varin með litarefni sem kallast Macular Pigment. Þetta litarefni gleypir ljós og virkar sem sólarvörn og kemur í veg fyrir skemmdir á sjónhimnu.   Karótenóíð eins og lútín, zeaxantín og mesó-zeaxantín, styrkja þetta litarefni. Þessi karetóníð getum við fengið úr dökkgrænu grænmeti eins og spínati, grænkáli og broccolí.

B2 vítamín

Vitað er að B2 vítamín hjálpar til við að halda augum heilbrigðum. Vítamínið virkar sem andoxunarefni og hjálpar til við að draga úr oxunarálagi sem getur valdið skemmdum á frumum líkamans, þar með talið augnfrumum.    

Sink (Zink)

Sink er að finna í miklum styrk í augum og gegnir lykilhlutverki við að viðhalda eðlilegri sjón. Sink virkar sem andoxunarefni auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja að við getum unnið A-vítamíni úr fæðunni.   Sink er að finna í kjöti, skelfiski, mjólkurvörum, brauði og kornvörum.

Omega-3 fitusýrur

DHA eða (docosahexaensýra) er omega-3 fitusýra sem finnst í miklu magni í sjónhimnu og er mikilvæg til þess að augað starfi eðlilega. Talið er að DHA hafi bólgueyðandi áhrif sem hjálpar frumum í sjónhimnu og hornhimnu að gróa og endurnýjast eftir skemmdir vegna ljóss og öldrunar. Vísbendingar sýna að omega-3 fitusýrur geta hjálpað til við að draga úr augnþurrki sem t.d. er fylgifiskur of mikils skjátíma (tölvuvinnslu).

Besta uppspretta omega-3 eins og DHA er feitur fiskur. Mælt er með því að borða a.m.k. tvo skammta af fiski á viku.

C-vítamín

C-vítamín er andoxunarefni sem hjálpar til við að vernda líkamann gegn sindurefnum, sem geta leitt til frumu- og vefjaskemmda.   Það eru vísbendingar sem benda til þess að C-vítamín verndi augað fyrir skemmdum af völdum sólarljóss, reyks og mengunar þó frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að skilja þetta að fullu. C-vítamín er eins og flestir vita að finna í ávöxtum og grænmeti.

E-vítamín

E-vítamín getur hjálpað til við að veita augnlinsunni vernd, þó frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að staðfesta það. Fita, sem er hluti af frumuhimnum, er viðkvæm fyrir skemmdum frá sindurefnum. Það er mikið af fitusýrum í sjónhimnunni og E-vítamín, sem er fituleysanlegt andoxunarefni, hjálpar til við að vernda þessar fitusýrur gegn skemmdum. E-vítamín er m.a. að finna í olífuolíu, hnetum, fræum og korni.

Screen Eyes® er fæðubótarefni sem DR.VEGAN® hefur þróað, sem inniheldur öll þessi mikilvægu vítamín. Blandan hefur fengið góða dóma t.d. hjá þeim sem eru að berjast við augnbotnakölkun og augnþurrk. Gott er að taka tvö hylki daglega. Aðaluppstaðan í Screen Eyes® eru lútín (lutein), zeaxantín, astaxanthin, bláber, sink, C-vítamín, A-vítamín og E-vítamín.

Veljum vítamín sem virka.

Heimildir:DR.VEGAN®