Öll viljum við eldast á heilbrigðan hátt og lifa góðu lífi á efri árum. Nordbo framleiðir hágæða fæðubótarefni NAD+ synergi, sem er gott að hafa í vopnabúrinu þegar glíman við elli kerlingu hefst. Nú eða þegar við verðum miðaldra. Um er að ræða orkubolta eða blöndu sem inniheldur bæði NAD+ og Q10. En hvaða efni eru þetta og hvað gera þau fyrir okkur?
Q10, eða stoðensím Q10, og NAD+ eiga margt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta er þau að finna náttúrulega í frumum líkamans og þau gegna mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu frumna. En þau eiga líka það sameiginlegt að gildi þeirra eða styrkur falla með hækkandi aldri.
NAD+ (Nicotinamide adenine dinucleotide) er lífsnauðsynlegt fyrir orkuframleiðslu líkamans og ýmis efnahvörf. NAD+ minnkar með aldrinum eins og áður segir og því hefur verið lögð aukin áhersla að rannsaka hvernig viðhalda megi styrk þess í líkamanum. Nánar tilgreint er NAD+ sameind sem finnst í öllum lifandi frumum og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í ýmsum líffræðilegum ferlum. Þ.á m. má nefna:
- Orkuframleiðsla: NAD+ er nauðsynlegt til að breyta fæðu í orku. Það stuðlar að umbreytingu kolvetna, fitu og próteina í ATP (adenósín trífosfat), sem er orkuhvati fruma.
- DNA endurheimt: NAD+ tekur þátt í DNA endurheimt. Það virkjar ensím sem kallast sirtuín, sem eru mikilvæg fyrir að viðhalda stöðugleika erfðaefnis.
- Frumuöldrun: NAD+ magn minnkar með aldri, og með því að viðhalda því er hægt að efla frumuvirkni og þá líklega lífslengd. Sirtuín, sem áður eru nefnd, hafa áhrif á öldrun og stjórn efnaskipta.
- Stjórnun efnaskipta: Eins og áður segir hefur NAD+ áhrif á efnaskipti og þar á meðal á stjórnun insúlíns og fituefnaskipti, sem aftur getur hjálpað við að stjórna líkamsþyngd og koma í veg fyrir efnaskiptasjúkdóma.
- Taugavernd: NAD+ hefur líklega áhrif á að vernda taugafrumur gegn skemmdum og hefur verið rannsakað vegna áhrifa á taugasjúkdóma.
- Jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma: Sumar rannsóknir benda til þess að NAD+ geti haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma.
- Efling ónæmiskerfisins: NAD+ getur stutt við ónæmiskerfið með því að stuðla að virkni ónæmisfrumna og draga úr bólgu.
- Bætir frammistöðu í líkamsæfingum: Sumar rannsóknir benda til þess að NAD+ geti bætt árangur í íþróttum og líkamsrækt með því að viðhalda orkustigi og draga úr þreytu.
- Andleg virkni: NAD+ getur studd vitsmunalega virkni og minni.
- Stuðningur við endurhæfingu: NAD+ meðferð getur hugsanlega haft áhrif í vímuefnameðferð. Rannsóknir benda til þess að NAD+ geti dregið úr fíkn og fráhvarfseinkennum.
Q10 er eitt úbíkvínóna, en það eru náttúruleg efnasambönd sem myndast í nær öllum frumum líkamans. Þessi efni voru ekki uppgötvuð fyrr en 1957. Án Q10 gætu hvatberarnir okkar ekki framleitt neina orku. Q10 hefur einnig mikla andoxunarvirkni og getur hjálpað til við að hægja á öldrun og hrörnun líkamans.
Talið er að Q10 haldi myndun svokallaðra sindurefna í skefjum en þau geta skemmt frumur með oxun. Vegna andoxunareiginleika og með því að gera frumuhimnur stöðugri, getur Q10 líklega spornað gegn myndun útfellinga innan á æðum og þannig stuðlað að því að efla varnir líkamans gegn sumum blóðrásarsjúkdómum og hugsanlega háum blóðþrýstingi.
Það er vegna þessara áhrifa sem talað er um að NAD+ og Q10 geti virkað vel gegn öldurnarsjúkdómum og til þess að viðhalda háu eða eðlilegu orkustigi. Talað er um "bio-hacking" þegar rætt er um að reyna að leika á elli kerlingu. Kannski eigum við að tala um líffræðilykilinn eða lykil að bættri heilsu. Eitt er víst NAD+ synergi er spennandi vara sem hefur fengið góðar viðtökur í Svíþjóð. NAD+ synergi innheldur einnig B12 og Reservatrol (þekkt andoxunarefni í plöntum).
NAD+ synergi hentar öllum serm eru 35 ára eða eldri.
Sumir finna mun á orku og vellíðan fljótlega eftir að inntaka á NAD+ synergi hefst. Hins vegar er mælt með því að taka NAD+ synergi í nokkrar vikur til þess að finna virknina.
Í öllum NORDBO vörum eru einungis úrvals hráefni sem hafa rannsóknastaðfesta virkni. Veljum vítamím sem virka og höfnum óæskilegum aukaefnum sem er víða að finna í fæðubótaefnaflórunni.
Eins og alltaf er rétt að ítreka að allir sem eru í læknismeðferð eiga að ráðfæra sig við lækni áður en inntaka nýrra fæðubótaefna hefst.