NORDBO D3 og K2 er yfirburðablanda

NORDBO D3 og K2 er yfirburðablanda

Af hverju eigum að blanda saman D3 og K2?

Það þekkja flestir D3 vítamín og kosti þess. D3 styður við ónæmiskerfið okkar og er gott fyrir vöxt beina og beinþéttni. Hins vegar ef að D3 er blandað saman við K2 þá næst bestun á þessu kraftmikla fæðubótarefni. En af hverju er þessi blanda betri en ýmsar aðrar.

D3 er nauðsynlegt fyrir upptöku líkamans á kalsíum sem aftur er nauðsynlegt fyrir beinin okkar. En þó svo að D3 hjálpi okkur að vinna kalsíum úr næringunni þá er ekki þar með sagt að líkaminn sjálkrafa nýti það með réttum hætti. En þá kemur K2 til sögunnar. K2 tryggir að líkaminn beini upptöku kalsíum til beina þar sem það nýtist til þess að viðhalda vexti og styrk þeirra. Með því að blanda saman D3 og K2 er tryggt að líkaminn nýti kalsium með réttum hætti.

Af hverju segjum við að NORDBO D3 og K2 sé yfirburðablanda?

Það sem er einstakt við D3 og K2 frá NORDBO er að magnesíum bysglysínati er bætt út í blönduna. En magnesíum tryggir enn frekar upptöku líkamans á D3 og án þess gæti virkni þess verið minni. Magnesíum er þannig nauðsynlegt til þess að að virkja D- vítamín í líkamanum og þannig náum við að nýta D-vítamínið til fulls. Magnesíum bysglísinat er hágæða magnesíum sem fer vel í maga.

D3 og K2 fyrir Íslendinga

D-vítamín skortur er þekkt vandamál á norðurslóðum þar sem sólar nýtur ekki við með sama hætti og víða annars staðar. Þannig er talið að allt að 50% Íslendinga geti búið við D -vítamín skort yfir vetrartímann. Þess vegna er nauðsynlegt að taka inn hágæða D-vítamín sem virkar. 

Nordbo vítamín eru sjálfbær, án óæskilegra aukaefna og henta einnig þeim sem eru vegan. Öll innihaldsefni í NORDBO koma frá framleiðendum sem eru þekktir fyrir gæði og vönduð vinnubrögð. Ekkert hálfkák heldur vönduð vara með rannsóknastaðfesta virkni.

Með inntöku á D3 og K2 styðjum við upptöku líkamans á kalsíum og styrkjum bein og ónæmiskerfið.