Lágt testósterón? (testosterone)

Lágt testósterón? (testosterone)

Það er mikilvægt fyrir almenna vellíðan að viðhalda eðlilegu testósterónmagni í líkamanum. Testósterón hefur m.a. áhrif á orku, vöðvamassa, beinþéttni, skap, andlegt jafnvægi og kynhvöt.

En hvað er testósterón og hvað er talið eðlilegt og óeðlilegt testósterónmagn? Hver eru einkenni þess að hafa lágt eða hátt testósterón og eru til leiðir til þess að að viðhalda heilbrigðu eða eðlilegu testósteróngildi?

Hvað er testósterón (testosterone)?

Testósterón er stundum kallað karlhormónið vegna þess að það einkennandi fyrir hormónaframleiðslu karla. Karlmenn framleiða testósterón fyrst og fremst í eistum (þó að nýrnahetturnar styðji einnig að framleiðslu þess). Konur framleiða einnig testósterón í nýrnahettum og eggjastokkum. Testósterón gegnir mikilvægu hlutverki í þróun karlkyns æxlunarvefja og hefur áhrif á kynhvöt. En það er einnig mikilvægt til þess að viðhalda beinþéttni, hefur áhrif á heilastarfsemi, vöðvamassa og orkustig.

Andropause, oft nefnt „karlkyns breytingaskeiðið“, er hugtak sem notað er til að lýsa hópi einkenna sem tengjast lækkun á testósterón hjá eldri karlmönnum. Þó að það sé ekki eins vel þekkt og menopause (tíðahvörf hjá konum), þá er andropause náttúrulegt fyrirbæri sem getur haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan karlmanna.

Eðlilegt testósterónmagn

Eðlilegt testósterónmagn hjá körlum er venjulega á bilinu 300 til 1.000 nanógrömm á desilítra (ng/dL). Hins vegar getur ákjósanlegur styrkur verið mismunandi eftir einstaklingum og þættir eins og aldur, hæð, þyngd og almenn heilsa geta haft áhrif á það sem telst eðlilegt fyrir hvern einstakling.

Hátt testósteróngildi

Hátt testósteróngildi er sjaldgæfara en lágt, en það getur hins vegar leitt til fjölda einkenna. Helstu einkennin eru eftirtalin:

Hárlos eða skalli.

Acne.

Stækkun blöðruhálskirtils.

Höfuðverkur.

Hár blóðþrýstingur.

Geðsveiflur.

Eins og gefur að skilja er mikilvægt að bera kennsl á og takast á við undirliggjandi orsakir hás testósteróns til að viðhalda almennri og góðri heilsu.

Hátt testósterón getur átt sér ýmsar orsakir. Ákveðnar læknisfræðilegar ástæður geta verið orsakavaldar eins og undirliggjandi sjúkdómar. Einnig getur hátt testósterónmagn tengst erfðafræðilegum þáttum. Steranotkun og hormónauppbótarmeðferð getur einnig valdið háu testósteróngildi.

Ef áhyggjur vakna um óeðlilega hátt testósterón er réttast að ráðfæra sig við lækni eða hafa samband við heilsugæsluna sem getur þá gefið góð ráð, framkvæmt viðeigandi prófanir til að meta stöðuna og þá greint hugsanlegar orsakir.

Ákveðin lyf geta hjálpað til við að draga úr testósterón og mataræði getur einnig hjálpað til við að stjórna og lækka það. Þar á meðal hnetur og fræ og matur sem inniheldur mikið af transfitu.

Lágt testósteróngildi

Testósterónmagn hjá körlum nær hámarki um 19 eða 20 ára aldur, en þá haldast gildin almennt stöðug hjá flestum körlum. Um 40 ára aldur byrjar testósterónmagn karla að lækka um 1-2% á ári. Um þriðjungur karla eldri en 45 ára er með testósterónmagn undir því sem telst „eðlilegt“ miðað við aldur þeirra.

Lágt testósterón getur stafað að ýmsum þáttum. Til viðbótar við náttúrulega lækkun testósteróns með aldri, geta aðrir þættir haft áhrif á framleiðslu testósteróns. „Hypogonadism“ er læknisfræðilegt ástand þar sem eistun framleiða lítið sem ekkert testósterón. Þetta getur gerst á hvaða aldri sem. Óeðlileg starfsemi heiladinguls (lítill kirtill neðst í heila) getur einnig valdið lækkun á testósterón.

Slæmt mataræði, offita, meiðsli, ákveðin lyf eins og and-andrógen lyfjameðferð (antiandrogen) og langvarandi steranotkun geta einnig leitt til óeðlilega lágs testósteróns.   Helstu einkenni eru eftirtalin:

Lítil kynhvöt.

Þreyta.

Minnkaður vöðvamassi.

Aukin líkamsfita og þyngdaraukning.

Hármissir – aðallega á líkama.

Geðsveiflur og þunglyndi.

Hvernig á að viðhalda eðlilegu testósteróngildi

Breytingar á mataræði og lífsstíl, aukin hreyfing og inntaka á sérstökum fæðubótarefnum sem stuðla að eðlilegri testórsterónframleiðslu, allt getur þetta hjálpað til við að viðhalda eða jafnvel aukið testósterónmagn með náttúrulegum hætti. Gott er að leita eftir næringu sem inniheldur sink, D3 vítamín og Omega 3 . Mikilvægt er að halda líkamsþyndinni í lagi og minnka fitu og þá sérstaklega kviðfitu. Viðnámsæfingar og lyftingar geta aukið testesterónframleiðslu. Streita og kvíði hafa slæm áhrif og geta leitt til svefnleysis og það getur aftur leitt til lækkununar á testósterónframleiðslu.

Men's ProMulti er hannað af DR.VEGAN® og inniheldur 32 náttúruleg næringarefni þar á meðal probiotics (góðgerla) prebiotics (trefjar fyrir góðgerla) vítamín og steinefni. Um er að ræða alhliða fæðubótarefni sem er hannað til þess að stuðla að heilbrigðu testósterónmagni, heilbrigðum blöðruhálskirtli, þarmaheilbrigði, bæta orku og kynhvöt (libido). Men´s Promulti hefur fengið frábærar viðtökur og jákvæðar umsagnir.

En eins og alltaf er rétt að hafa í huga að ef heilsan er ekki í lagi er gott að byrja á því að hafa samband við lækni.

(Byggt á heimildum frá DR.VEGAN®)