Vökva- og steinefnajafnvægi
Vatn er nauðsynlegt fyrir líkamann til þess að flytja súrefni og næringarefni til vöðva og til þess að fjarlægja úrgangsefni eins og koltvísýring úr vefjum. Það er einnig nauðsynlegt fyrir flest efnahvörf líkamans. Reyndar er vatn um 60% líkamans. Þetta þýðir að líkami konu, sem er 70kg, inniheldur um 42 lítra af vatni. Þess vegna er vatn svona mikilvægt.
Hvort sem við stundum líkamsrækt eða keppnisíþróttir er mikilvægt að viðhalda vökvajafnvægi og gæta þess að ofþorna ekki. Á ensku er talað um dehydration. En vökvajafnvægi er mikilvægara en margir halda. Með því að gæta þess að verða ekki fyrir óeðlilegu vökvatapi þá styðjum við hjarta- og æðakerfið, höfum betri stjórn á líkamshita, bætum frammistöðu og tryggjum eðlilega virkni í daglegu lífi.
Fyrir og eftir æfingu og ekki síst á meðan á æfingu stendur er því skynsamlegt að huga að vökvajafnvæginu og electrolytes eða því sem við getum kallað steinefnajafnvægi.
Electrolytes eru steinefni sem eru líkamlega nauðsynleg þar á meðal fyrir vöðvasamdrátt, vökvaupptöku og taugaboð. Helstu electrolytes eða steinefnin sem við nýtum eru:
-
Natríum
-
Kalíum
-
Klóríð
-
Magnesíum
-
Kalsíum
-
Bíkarbónat
Natríum og dehydration: Natríum er sérstaklega mikilvægt vegna þess að það er það steinefni sem við missum mest þegar við svitnum. Ef natríumstyrkurinn fellur undir 135 mmol/lítra getur það leitt til ofþornunar eða hyponatremiu, sem getur orsakað einkenni eins og höfuðverk, rugl, ógleði og yfirlið.
Að viðhalda réttu vökva- og steinefnajafnvægi er mikilvægt til þess að hámarka frammistöðu og árangur en einnig fyrir almenna vellíðan og heilbrigði. Kinetica Electro-c er því áhrifaríkur liðsfélagi.