Súkkulaði prótein makkarónur

Súkkulaði prótein makkarónur

Girnilegar, hollar og einstaklega ljúffengar próteinmakkarónur. Hráfæði að bestu gerð. Enginn bakstur.

Aðferð

1. Blandið saman kókosolíu og kakódufti í skál. Blandið síðan saman við það  hunangi og hnetusjöri. Hrærið vel þar til blandan er orðin silkimjúk. 

2. Setjið súkkulaðipróteinið út í og hrærið öllu vel saman.

3. Blandið kókosflögunum og chiafræunum út í  og hrærið aftur vel þar til þið eruð ánægð með blönduna.

4. Látið blönduna standa í um 5 mínútur eða þar til blandan hefur stífnað.

5. Notið stóra skeið eða ísskeið til þess að búa til kúlur úr blöndunni. Reynið að hafa kúlurnar jafnstórar. Setjið í frysti í nokkra klukkutíma. 

Kúlurnar eða makkarónunar má geyma í frysti í nokkrar vikur. Munið að taka makkarónurnar úr frysti a.m.k. 10 mínutum áður en þið berið þær fram.

Uppskrift:

  • 60g Kókosolía
  • 30g kakóduft
  • 2 matskeiðar hunang 
  • 90g hnetusjör (mjúkt)
  • 40g Kinetica Chocolate Whey Prótein
  • 160g þurrkaðar og ósætar kókosflögur
  • 10g chiafræ
  • 100g dökkt súkkulaði