Holl ráð fyrir konur á breytingaskeiðinu

Holl ráð fyrir konur á breytingaskeiðinu

Emma Watts er enskur ráðgjafi og vinnur m.a. fyrir DR.VEGAN®. Hún er margverðlaunaður einkaþjálfari, klínískur næringarfræðingur og vinsæll ráðgjafi fjölda kvenna. Hún er þekkt sem Menopause Mentor enda vinnur hún mikið með konum sem eru að glíma við breytingaskeiðið eða hafa gengið í gegnum tíðahvörf. Hún hefur eins og áður segir unnið með DR.VEGAN®, skrifað greinar og veitt viðskiptavinum fyrirtækisins ráð og leiðbeiningar.

Emma segir að margar konur séu ekki meðvitaðar um helstu einkenni breytingaskeiðsins. Einnig viti sumar ekki af því að þegar þær eru farnar að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins að breytingaferlið sé í raun hafið og jafnvel að stutt sé í tíðahvörf eða menopause. Hún segir að ráðgjöf hennar felist fyrst í því að aðstoða konur að átta sig á að breytingaskeiðið er byrjað og síðan að styðja við bakið á þeim þegar þær takast á við þær breytingar, sem felast í breytingaskeiðinu og tíðahvörfum.

Breytingaskeiðið eru umskiptin í lífi konu þegar líkaminn byrjar eðlilegt breytingaferli yfir í tíðahvörf. Breytingaskeiðið byrjar venjulega um 45 ára aldur en það getur byrjað fyrr. Einkennin sem konur upplifa eru margvísleg og mismunandi. Ráðleggingar Emmu miða að því að hver kona geti haldið þessum einkennum í lágmarki.

Eftirfarandi skiptir miklu máli eða eru bestu ráðin að mati Emmu Watts:

Hreyfing

Hreyfing er lykilþáttur fyrir góða heilsu. Hreyfing skiptir miklu máli fyrir alla án tillits til aldurs en hreyfing verður enn mikilvægari með aldrinum. Emma ráðleggur öllum konum yfir fertugt að taka styrktarþjálfun inn í æfingarútínuna sína. En eins og oft hefur verið ítrekað hér á vefnum okkar er nauðsynlegt að fá ráðleggingar og aðstoð til þess að tryggja að æfingarnar séu öruggar og skili því sem að er stefnt.

Eftir því sem konur eldast og estrógenmagn minnkar þá rýrnar vöðvamassi sem og beinþéttni. Sarcopenia (tap á vöðvamassa) er mjög algengt hjá konum á breytingaskeiðinu og við tíðahvörf, þannig að með því að innleiða reglulega styrktarþjálfun inn í æfingarútínuna er hægt að auka vöðvamassa og draga úr hættu á beinþynningu. Einnig leggur Emma áherslu á stutt hlaup og jóga eða pilates til að viðhalda sveigjanleika og hreyfanleika.

Næring

Rétt mataræði og þá holl og góð næring er lykilatriði. Emma ráðleggur konum að halda matardagbók og skrá hvaða matur virðist auka einkenni og hvaða matur virðist draga úr einkennum.

Mikilvægt er að mataræði innihaldi mikið af trefjum og próteinum, lítið af mettaðri fitu og mikið af grænmeti og ávöxtum. Emma mælir alltaf með því að konur á breytingaskeiðinu dragi úr neyslu á unnum matvælum, sykri og áfengi.

Vatn er lífsnauðsynlegt. Líkaminn er 60% vatn og því skiptir máli að halda vökvajafnvæginu í lagi. Gott er að miða við 2-3 lítra á hverjum degi en einnig skiptir máli að drekka jafnt og þétt yfir daginn. (T.d. 125ml glas á klukkutíma fresti í 12 klukkustundir).

Konur á breytingaskeiðinu þurfa að gæta að því að neyta allra fæðuhópa en prótein og trefjar skipta kannski mestu máli til þess að draga úr einkennum.

Prótein stuðlar að vexti, viðhaldi og uppbyggingu vefja, heilbrigði beina og styrkir hár og neglur. Prótein er einnig nauðsynlegt til þess styrkja ónæmiskerfið og viðhalda pH jafnvægi. Prótein kemur einnig að gagni í baráttunni við aukakílóin, styður við hormónajafnvægi og viðheldur réttu orkustigi.

Trefja-, kalsíum- og járnrík matvæli eru líka nauðsynleg. Talið er að meðalmaðurinn þurfi um 20-30g af trefjum á hverjum degi. Trefjarík fæða gefur oft meiri seddutilfinningu en önnur fæða og auðveldar okkur því að komast hjá því að finna fyrir mikilli svengd, einnig hjálpa trefjar við að halda blóðsykri stöðugum.

Í meltingarveginum eru trilljón örverur sem mynda flókið samfélag sem starfar og dafnar við réttar aðstæður og það er mikilvægt að huga að þarmaheilsunni við tíðahvörf. Þannig er hægt að styðja við ónæmiskerfið og bæta hjarta- og húðheilbrigði. En þarmaheilsa getur einnig haft áhrif á skaplyndi, þyngdarstjórnun og auðvitað komið í veg fyrir uppþembu eða önnur meltingarvandamál.

Lífsstíll

Svefn er oft vandamál hjá mörgum konum sem eru á breytingaskeiðinu eða við tíðahvörf. Því skiptir miklu að reyna að ná góðum tökum á svefninum. Það er t.d. hægt að gera með því að halda rúmfötum hreinum og sofa í fersku lofti. Miklu máli skiptir einnig að draga úr skjánotkun og koffínneyslu nokkrum klukkustundum fyrir svefn. Kamilla getur hjálpað og einnig gott magnesíum eins og magnesíum bisglycínat og B6 vítamín.

Það er hægara sagt en gert að halda streitu í lágmarki en það er engu að síður mjög mikilvægt að halda streitustigi eins lágu og hægt er. Hver og einn verður að finna sína aðferð til þess, en hugleiðsla, jóga, göngur og tónlist geta hjálpað en einnig einhvers konar áhugamál, sem krefjast handvirkni, eins og að prjóna, teikna eða hekla. 

Fæðubótarefni

Gott er að stefna að því að fá öll nauðsynleg næringarefni beint úr fæðunni en stundum þurfum við meiri stuðning eða viðbót. Þá er gott að þekkja góð fæðubótarefni og hvaða fæðubótarefni virka betur en önnur.

Menofriend en verðlaunað fæðubótarefni frá DR.VEGAN®. Flestar konur eða um 89% þeirra sem prófa það finna mikinn mun og eiga auðveldar með að takast á við daginn. MenoFriend hefur m.a. að geyma B-vítamín, Dandelion Rót (m.a. góð fyrir lifur, nýru og hefur verið notuð til þess að draga úr uppþembu, bólgum og brjóstsviða), Dong Quai rót (stundum nefnt ginseng fyrir konur), Magnesíum, Kalsíum, Maca rót, Wild Yam (lækningajurt sem lengi hefur verið notuð til þess að draga úr einkennum tíðahvarfa), söl (mjög járnrík) og K2-vítamín. Hér á síðunni okkar eru margar greinar og aðrar upplýsingar um innihaldsefni og virkni Menofriend.

GlucoBalance frá DR.VEGAN® er einnig mjög vinsælt en eins og nafnið bendir til hjálpar það okkur við að stilla af blóðsykurinn.

Debloat&Detox er gott við uppþembu og margar konur gefa því mjög góða einkunn.

Ashwagandha KSM66 frá DR.VEGAN® er hágæða Ashwagandha og er einungis unnið úr rót plöntunnar. Ashwagandha hjálpar mörgum sem glíma við streitu og kvíða.

Heimild: DR.VEGAN®