Pure magnesíum frá NORDBO er hrein magnesíumbomba

Pure magnesíum frá NORDBO er hrein magnesíumbomba

 

Magnesíum frá NORDBO er hágæðavara. Pure magnesíum er hrein magnesíumbomba og er í dag vinsælasta varan frá NORDBO í Svíþjóð. 

En af hverju magnesíum? Magnesíum er frumefni og það hefur táknið Mg og lotunúmerið 12 og það er lífsnauðsynlegt fyrir starfsemi líkamans. Mikil vakning hefur átt sér stað á síðustu árum fyrir áhrifamætti magnesíums en betur má ef duga skal. 

Samkvæmt tölfræði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar búa allt of margir við magnesíumskort og t.d. er talið að allt að 75% fullorðinna Bandaríkjamanna fái ekki ráðlagðan dagskammt.

Hins vegar er gott að vita að magnesíumblöndur eru mismunandi og sumar fara illa í maga.

NORDBO Pure Magnesium inniheldur 100% magnesíumbisglýsínat sem er eðal magnesíum, sem hefur mikla lífvirkni eða frásogast mjög vel vegna þess að það er bundið amínósýrunni glýsíni. Magnesíumbisglýsínat er milt og gott fyrir magann og þannig kærkomið fyrir þá sem eru með viðkvæman maga. Hvert hylki inniheldur samtals 750 mg af magnesíumbisglýsínati, þar af 150 mg af hreinu magnesíum.

Magnesíum skiptir sköpum fyrir starfsemi líkamans. Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi vöðva, eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu. 

Magnesíum, í bisglýsínatformi, er gott fyri svefn, slökun og hormónajafnvægi og þá sérstaklega fyrir konur sem hafa gengið í gegnum tíðahvörf eða eru á breytingaskeiðinu. Það er sérstaklega milt fyrir meltingarkerfið, sem gerir það að kjörnum valkosti fyrir þá sem þola ekki aðrar tegundir magnesíums.

Fullorðnir sem búa við magnesíumskort eru líklegri til að þjást af ýmis konar bólgum  Bólga hefur verið tengd helstu heilsufarssjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum.

Einnig virðist megnesíumskortur geta leitt til beinþynningar. VItað er að magnesíum hefur áhrif á eðlilegan vöxt og styrk beina. Magnesíum hefur einnig áhrif á styrk bæði kalkhormóns og D-vítamíns, sem eru mikilvæg fyrir beinamyndun. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli magnesíuminntöku og beinþéttni bæði hjá körlum og konum. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að konur með beinþynningu hafa minna magnesíum en konur sem ekki eru með beinþynningu. Þessar og aðrar niðurstöður benda til þess að magnesíumskortur geti haft veruleg neikvæð áhrif á beinþéttni og leitt til beinþynningar.

Rannsóknir benda einnig til þess að magnesíum geti haft jákvæð áhrif á of háan blóðþrýsting.

Náttúrulegar uppsprettur magnesíums eru:

Grænt laufgrænmeti eins og spínat

Hnetur

Fræ

Baunir (baunir og sojabaunir)

Heilkorn, hveiti, hveitikím og hafraklíð

Aðrar magnesium vörur frá NORDBO sem vert er að benda á eru Good Night Magnesíum og Muscle Relief Magnesíum. Þar er um að ræða magnesíumblöndur sem eru sérstaklega þróaðar til þess að stuðla að góðum nætursvefni annars vegar og tryggja endurheimt eftir æfingar og draga úr sinadrætti hins vegar. Þeim hefur verið vel tekið af viðskiptavinum okkar og nú hefur Pure Magnesíum bæst í hópinn.

Allar NORDBO vörurnar eru framleiddar í Svíþjóð og vottaðar með I'm Vegan af sænsku dýrverndunarsamtökunum. Engin óæskileg aukaefni. NORDBO magnesíum stendur fyrir hágæða magnesíum.

Veljum vítamín sem virka.