Fors hefur tekið til sölu frábæra varasalva frá Booming Bob. Um er að ræða varasalva með eða án litar.
Öll framleiðsla Booming Bob er sjálfbær, frá ræktun til lokaafurðar. Allar vörurnar eru lífrænar og stöðugt er leitast við að minnka loftslagsfótspor framleiðslunnar með áþreifanlegum aðgerðum. Engin óæskileg aukaefni eru í vörunum og alls engin pálmaolía. Öll hráefni eru lífræn vottuð og allir í framleiðsluferlinu uppfylla metnaðarfullar umhverfiskröfur.
Varasalvarnir eru með mismunandi ávaxtabragði og veita næringu, raka og langvarandi vörn. Grunnurinn samanstendur af mýkjandi sólblómafræolíu, býflugnavaxi og kókosolíu. Grunnurinn er bragðbættur með olíum úr ávöxtum og berjum eins og granateplum og bláberjum.
Frábærar vörur fyrir útivistarfólk og alla sem vilja verja varirnar fyrir mismunandi veðuraðstæðum og koma í veg fyrir varaþurrk.