Triple Move verður Joint Comfort

Triple Move verður Joint Comfort

Triple Move hefur verið ein vinsælasta varan okkar enda frábært fæðubótarefni. Triple Move var sérhannað til þess að vinna á bólgum í liðum og hefur hjálpað mörgum. Nú hefur Triple Move skipt um nafn og umbúðir og heitir núna: Joint Comfort. Hins vegar er innihaldið það sama. Nordbo taldi réttilega að gamla nafnið "Triple Move" væri ekki nógu lýsandi fyrir virknina. Joint Comfort vísar beint til liðamóta og vellíðunar eða liðleika. 

Joint Comfort er því nýi þrefaldi bólgubaninn okkar. Innihaldsefnin eru þau sömu og áður og til þess fallin að draga úr bólgum í liðum og í raun einnig ýmsum öðrum bólgum sem geta hrjáð okkur. Við höfum því hætt sölu á Triple Move og Joint Comfort hefur tekið við.

Þrefaldi bólgubaninn samanstendur af Brómelain, Túrmerik og Boswellia.

Brómelain er próteinleysandi ensím sem unnið er úr ananas og hefur reynst hafa bólgueyðandi eiginleika. Túrmerik er rót sem tilheyrir engiferættinni og inniheldur curcumin sem er bólgueyðandi efni. Túrmerikið í Joint Comfort inniheldur allt að 95% curcumin. Boswellia er indverskt reykelsistré, en þykkni þess hjálpar til við að viðhalda heilbrigðum og sveigjanlegum liðum með því að draga úr bólgu og auka blóðflæði.

Joint Comfort sameinar þannig jurtir sem náttúrulæknar hafa notað um árabil til þess að draga úr bólgum og liðverkjum.

Nánar tiltekið er Boswellia talið mjög öflugt til þess að draga úr bólgum og hafa ýmis gigtarsamtök mælt eindregið með jurtinni fyrir þá sem þurfa að draga úr bólgum og liðverkjum. Boswellia er einnig notað af mörgum sem aðhyllast Ayurveda fræðin. Boswellia er þekkt fyrir að geta dregið úr gigtareinkennum, innvortis bólgum, asma og hjálpað þeim sem þjást af IBD (crohn´s disease). Boswellia hentar ekki þunguðum konum eða konum sem eru með barn á brjósti.

Brómelain hefur verið þekkt lengi sem jurt sem getur dregið úr bólgum og verkjum. Brómelain er m.a. talið virka vel fyrir þá sem eru að reyna að vinna á innvortis bólgum, verkjum vegna nýrnasteina eða bruna og er talið gott fyrir þá sem eru að glíma við bólgur vegna lyfjanotkunar.