Kinetica prótein og creatin

Kinetica prótein og creatin

Við hjá Fors erum stolt af því að kynna til leiks á Íslandi fæðubótarefnin frá Kinetica Sports. Kinetica er írskt félag sem leggur mikinn metnað í að framleiða hágæða mysuprótín (wheyprotein) kreatín (creatin) og aðra íþróttadrykki. Vörurnar hafa fengið frábæra dóma og eru framleiddar eftir viðurkenndum gæðakerfum. Engin óæskileg aukaefni eða gerfiefni. Hrein orka fyrir þá sem vilja efla sig og styrkja. Fyrst munum við kynna Grasfed Whey Protein eða mysuprótín og creatin (kreatín) ásamt prefuel og electrolytetöflum.

Allar vörurnar eru unnar eftir WADA og Informed Sport vottunarferlum. Eins og áður sagði engin óæskileg aukaefni og afurðirnar koma frá lyfjalausum gripum sem eingöngu nærast á grasi. Engir hormónar.

Eins og Kinetica Sports segja: "Ekki nota hvaða prótein sem er - notaðu prótein sem viðurkenndir aðilar treysta". Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish er einn af fjölmörgum íþróttamönnum sem notar ekkert annað en vörurnar frá Kinetica og er nú ein helsta fyrirmynd fyrirtækisins í auglýsingum og á öðru markaðsefni. Annar íþróttamaður, sem vinnur með Kinetica, er írski rugbyleikmaðurinn Josh Van Der Flier, sem var kosinn besti rugbyleikmaður heims árið 2022. Fjölmargir aðrir þekktir  íþróttamenn nota Kineticavörurnar.

Hvort sem þú ert atvinnumaður í íþróttum, stefnir á ólympíuleikana eða vilt bæta þinn persónulega árangur þá aldrei gefa afslátt af gæðunum - þú finnur muninn og þá ekki aðeins á bragðinu heldur einnig þegar kemur að bættum árangri.