Lækkun á svokölluðu libido eða minni kynhvöt fylgir aldrinum og hjá sumum körlum veldur þetta erfiðleikum langt fyrir aldur fram.
Þetta getur átt sér margvíslegar orsakir og lífsstíll og sálfræðilegir þættir skipta þar miklu máli. Hins vegar er ekki öll nótt úti hjá karlmönnum eftir fimmtugt og ýmsar leiðir eru til sem efla svokallað libido eða viðhalda heilbrigðri kynhvöt langt fram eftir aldri.
Í þessum pistli útskýrir Shona Wilkinson, sem er næringarfræðingur hjá DR.VEGAN®, hvað er til ráða til þess að efla kynhvötina eða libido með aldrinum. Libido er hugtak sem er notað yfir kynhvöt og Shona notar það öðrum þræði hér í þessum pistli.
Lækkun á libido er oftast tengd náttúrulegri lækkun á testósterónmagni. Testósterón er hormón sem gegnir stóru hlutverki í kynlífi þar sem það hefur áhrif á það svæði heilans sem tengist kynhvötinni. Þegar testesterón framleiðslan minnkar getur það leitt til lækkunnar á libido og hefur jafnframt áhrif á orkustig og skaplyndi hjá körlum.
En lækkun á libido eða orsakir lítillar kynhvatar er ekki einungis aldurstengd. Ýmsar aðrar orsakir hafa áhrif eða eru meðvirkandi svo sem ristruflanir, streita, lyf, langvinnir sjúkdómar (eins og sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómar) og svefntruflanir. Í þessu sambandi má benda á að þarmaflóran og/eða heilbrigði þarma getur tengst ristruflunum með ýmsum hætti.
Merki um lága kynhvöt eða lágt libido hjá körlum
Helstu einkennin: Skortur á áhuga á kynlífi, erfiðleikar við að ná eða viðhalda stinningu (ristruflanir), færri kynferðislegar hugsanir eða fantasíur, erfiðleikar við fullnægingu eða minni ánægja við að stunda kynlíf.
Hvernig getur mataræði hjálpað?
Heilbrigt og hollt mataræði er nauðsynlegt til að viðhalda kynhvötinni, sérstaklega hjá körlum eldri en 50 ára. Sum næringarefni eru beinlínis nauðsynleg fyrir hormónaframleiðslu, blóðrás og orkustig og eru þannig nauðsynleg fyrir heilbrigt kynlíf.
Í þessu sambandi er gott að hafa eftirfarandi í huga.
Sinkrík matvæli: Sink styður testósterónframleiðslu líkamans með því að hafa áhrif á undirstúku heiladinguls (HPG), sem stjórnar framleiðslu testósteróns. Sinkrík matvæli eins og graskersfræ, kjúklingabaunir og linsubaunir eru góðir kostir.
Omega 3 fitusýrur: Omega 3 fitusýrur sem finnast í hörfræjum, valhnetum, chia fræjum og auðvitað ýmsu sjávarfangi, stuðla að heilbrigðri blóðrás með því að koma í veg fyrir að blóðið verði of þykkt. Eðlileg blóðrás er aftur auðvitað mikilvæg fyrir stinningu.
Nítrat: Laufgrænt grænmeti eins og spínat og ruccola er ríkt af nítrötum. Þessi plöntunæringarefni stuðla að stækkun æðanna, sem bætir blóðflæði og getur minnkað ristruflanir.
Andoxunarefni: Ber, dökkt súkkulaði og hnetur eru rík af andoxunarefnum, sem hjálpa til við að koma í veg fyrir frumuskemmdir. Frumuskemmdir geta dregið úr kollageni í æðum og getur þannig skert virkni þeirra. Það getur haft áhrif á blóðflæði til getnaðarlimsins með tilheyrandi áhrifum.
Sömuleiðis getur rangt mataræði auðvitað haft öfug áhrif.
Sykurrík og unnin matvæli: Matur sem innheldur mikið af unnum sykri getur stuðlað að lægra orkustigi og getur haft neikvæð áhrif á testósterónframleiðsluna. Sykurrík matvæli auka líkurnar á þyngdaraukningu. Hærra líkamsfitumagn, sérstaklega innri fita (fita í kringum innri líffæri), getur leitt til aukinnar framleiðslu á arómatasi, ensími sem breytir testósteróni í estrógen. Eftir því sem meira testósteróni er breytt í estrógen lækkar heildarmagn testósteróns sem hefur aftur áhrif á kynlíf eða libido.
Áfengi: Frumur í eistum hafa mikil áhrif á framleiðslu testósteróns. Áfengi hefur áhrif á þessar frumur og skerðir getu þeirra til að framleiða testósterón. Langvarandi áfengisneysla getur leitt til langvarandi skaða á eistum, sem leiðir til minnkaðrar testósterónmyndunar með tímanum.
Fituríkur matur: Mataræði sem inniheldur mikið af óhollri fitu eins og mettaðri fitu og transfitu getur leitt til lægri testósteróns. Þessi fita getur dregið úr magni kynhormónabindandi glóbúlíns (SHBG). SHBG er prótein sem binst testósteróni í blóðrásinni. SHBG stjórnar magni testósteróns sem er aðgengilegt fyrir líkamann hverju sinni. Þegar SHBG magn minnkar lækkar aðgengilegt testósterónmagn, sem leiðir til minni heildar testósterónvirkni.
Getur hreyfing hjálpað?
Hreyfing hjálpar til við að auka kynhvöt með því að bæta blóðrásina og skaplyndi og getur stuðlað að heilbrigðu testósterónmagni. Sýnt hefur verið fram á að regluleg hreyfing, sérstaklega mótstöðuþjálfun (lyftingar) eykur náttúrulega testósterónframleiðslu. Þolæfingar, þar á meðal göngur, hlaup og hjólreiðar, geta einnig hjálpað til við að koma í veg fyrir ristruflanir með því að bæta hjartaheilsu og blóðflæði.
Góð og holl hreyfing eykur testósterónmagn, sem aftur eykur kynhvöt eða libido. Hreyfing bætir einnig þol og orku og minnkar streitu, sem er algeng orsök lítillar kynhvatar. Jafnframt hefur hreyfing áhrif á skaplyndi með því að losa endorfín, sem aftur stuðlar að viðkomandi á betur með að vera öruggari og jákvæðari gagnvart kynlífi.
Rétt fæðubótarefni skipta máli
Fæðubótarefni geta stutt kynhvöt á nokkra vegu. Sum innihaldsefni hafa rannsóknarstaðfesta virkni þegar kemur að því að viðhalda testósterónmagni, bæta blóðrásina og auka kynhvöt. Þar má m.a. nefna eftirfarandi:
Sink er nauðsynlegt snefilefni til að viðhalda heilbrigðu testósterónmagni. Maca Rootber eru þekkt fyrir að hafa áhrif á kynhvöt og þol. L-arginín er amínósýra, sem hjálpar til við að bæta blóðflæði með því að víkka æðar. Aukið blóðflæði styður stinningu og minnkar ristruflanir. Ashwagandha dregur úr kortisóli (streituhormóninu) og stuðlar að hormónajafnvægi. Minnkun á streitu hefur áhrif á testósterónmagn, sem aftur getur aukið libido.
Vel útbúið fjölvítamín fyrir karla eins og DR.VEGAN's Men's ProMulti ® skiptir því miklu máli og getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir karlmenn sem er eldri en 50 ára. Men´s ProMulti ® er einstök alhliða formúla uppfull af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum, sem auka libido eða kynhvötina, testósterónmagn og almenna vellíðan. Í Men´s ProMulti ® má m.a. finna Sink, Maca, Selenium, járn, góðgerla, rauðrófuduft, nettlurót, graskersfræ, L-argínín, KSM-66 ashwagandha, Panax ginseng, Bíótín, ýmis B-vítamín, D3 - vítamín, E- vítamín og K2- vítamín.